Um okkur

Icetronica ehf. er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í eftirlitsmyndavéla- og öryggiskerfum. Fyrirtækið á rætur til ársins 1971 þegar eigendur Icetronica ehf. fluttu inn fyrsta Philips myndavélakerfið á Íslandi. Icetronica hefur náð að halda innan við 1% bilanatíðni á vörum og 5 stjörnu þjónustu frá stofnun til dagsins í dag.

Árið 2017 er Icetronica með traust tengsl við rúmlega 40 erlenda birgja til að tryggja gott vöruúrval fyrir viðskiptavini sem telja um 700 fyrirtæki hér á landi.

 • 1971

  Fyrsta myndavélakerfið flutt til landsins

  Árið 1971 flutti Bjarni Ágústsson inn fyrsta Philips myndavélakerfið þegar hann starfaði sem tæknistjóri hjá Heimilistækjum hf.. Fljótlega bættust við umboð fyrir brunavarnar- , aðgangs- og öryggiskerfi sem seld voru í miklu magni um land allt. Úr varð deild sem Haraldur Hjartarson gekk síðar til liðs við en hann hafði menntað sig í Bandaríkjunum og starfað fyrir Volvo í Svíþjóð.

 • 1999

  Öryggisdeild Heimilistækja hf.

  Saman höfðu Bjarni og Haraldur umsjón með vexti öryggisdeilar Heimilistækja ásamt góðum hópi sölu- og tæknimanna.

 • 2000

  Velta Heimilistækja hf. um 1.5 milljarður árlega

  Árið 2000 var velta Heimilistækja hf. um 1.5 milljarður króna og var rekstrinum skipt upp í deildir sem síðar voru seldar. Nýherji tók við hluta starfseminnar ásamt fleiri fyrirtækjum auk þess sem raftækjahlutinn er rekinn undir nafni Heimilistækja í dag.

 • 2001

  Topptækni ehf. vex hratt og verður Vörutækni ehf.

  Bjarni og Haraldur stofnuðu fyrirtækið Topptækni ehf. sem óx hratt þar til þeir gerðu samning við Vöruvernd um stofnun nýs félags sem bar nafnið Vörutækni ehf.. Þar með bættust við ýmsir vöruflokkar á borð við strikamerki, þjófamerki fyrir verslanir og ýmislegt fleira. Vörutækni var flutt í nýtt og stærra húsnæði þar sem reksturinn gekk framar vonum.

 • 2002

  Bjarni og Haraldur gerast meðeigendur í Öryggismiðstöð Íslands

  Vöxtur Vöruverndar var mikill og var ákveðið að sameinast Öryggismiðstöð Íslands. Bjarni og Haraldur tóku tímabundið við rekstri öryggisdeildar sem starfar en í dag. Þeir ákváðu svo að einblína á ákveðna vöruflokka og stofnuðu Icetronica ehf. utan um þann rekstur.

 • 2003

  Icetronica selur tæknilausnir til rúmlega 700 íslenskra fyrirtækja

  Frá 2003 hefur Icetronica ehf. selt rúmlega 700 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum ýmsar tæknilausnir - í flestum tilvikum myndavélakerfi.

 • 2006

  Allt að 25 starfsmenn og verktakar í verkefnum hjá Icetronica ehf.

  Icetronica hefur stofnað til langtímaviðskipta við ýmsa vel valda verktaka. Í stærri verkefnum hafa rúmlega 25 starfsmenn og verktakar verið að störfum í einu.

 • 2016

  Vörur frá rúmlega 40 fyrirfram samþykktum erlendum birgjum

  Bjarni og Haraldur hafa pantað sýnishorn, gert prufur og handvalið vörur fyrir sína viðskiptavini. Búið er að semja við rúmlega 40 erlenda birgja sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur með litla sem enga bilanatíðni.

 • 2017

  HD uppfærslur og nýtt sölumet í upphafi ársins

  Mikill vöxtur hefur verið í uppfærslum eldri myndavélakerfa yfir í háskerpu og ný HD myndavélakerfi eru vinsælasta varan ásamt fjarskoðunarbúnaði fyrir snjalltæki. Nú er orðið ljóst að sölumet verður slegið fyrir fyrstu 3 mánuði ársins og bjartir tímar framundan þökk sé traustum viðskiptavinum Icetronica ehf.

Contact MR. HJARTARSON at ICETRONICA INTERNATIONAL offices for more information. 

HAFÐU ENDILEGA SAMBAND VIÐ OKKUR

Demos

Nav Mode